Fjölskylduguðsþjónusta 22. jan. – Skírnin
Verið velkomin til fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 22. janúar kl. 17:00. Þar verður skírnin sérstaklega til umfjöllunar. Hvað er skírn? Er skírn sama og nafngift? Hvar þáði Jesús skírn og hjá hverjum? Hvað er skírnarskógur? Margar eru [...]
Stefnumót í hádegi
„Stefnumót í hádegi" er streymisþáttur í beinu streymi á vegum Vídalínskirkju í Garðabæ hvar fara fram fróðleg samtöl um margvíslegt það er lýtur að trú og siðferði og því að vera manneskja í heimi hér. [...]
Opinn fyrirlestur um stafrænar áskoranir og ofbeldi
Opinn fyrirlestur verður haldinn í Ástjarnarkirkju fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20:00. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar fjallar í erindi sínu um stafrænar áskoranir og ofbeldi og mikilvægi þess að foreldrahópar og nærsamfélag standi [...]
Dagskrá um aðventu og jól
Mikið og margt er um að vera í Ástjarnarkirkju um aðventu og jól. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin og hlökkum til að eiga gefandi samfélag um hátíðarnar. Guð gefi ykkur hugvekjandi aðventu og gleðiríka jólahátíð! [...]
Sigurður Guðmundsson á kertaljósakvöldi
Kertaljósakvöld með tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni var haldið í Ástjarnarkirkju á dögunum. Sigurður er landsmönnum að góðu kunnur fyrir fágaðan söng og músíkalskt hjarta. Sigurður er jólaröddin. Það sýndi sig líka að húsfyllir var í kirkjunni [...]
Ný sálmabók tekin í notkun
Ný sálmabók þjóðkirkjunnar var tekin í notkun við guðsþjónustu 1. sunnudag í aðventu. Margrét Bóasdóttir söngmálastýra þjóðkirkjunnar ávarpaði söfnuðinn við það tækifæri. Kammerkvartettinn söng úr nýju sálmabókinni undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Tvær fermingarstúlkur [...]
Sunnudagar
- Messur klukkan 17:00 og kvöldmatur i boði eftir hverja messu eftir því sem aðstæður leyfa.
Mánudagar:
- Barnastarf YD KFUM & KFUK (5. – 7. bekkur) klukkan 18:00 – 19:00
- Unglingastarf UD KFUM & KFUK (8. – 10. bekkur) klukkan 20:00 – 21:30
Þriðjudagar:
- Fastur viðtalstími presta: 10:00 – 12:00
- Fermingarfræðsla klukkan 16:30 – 17:30
Miðvikudagur:
- Fastur viðtalstími presta: 10:00 – 12:00
- Starf eldri borgara klukkan 13:30 – 15:30
- Barnakór klukkan 14:45 – 15:40
Fimmtudagur:
- Fastur viðtalstími presta: 10:00 – 11:00
- Bænastund klukkan 11:00
Föstudagur:
- Dagur fyrir einstaka viðburði