Aftansöngur á gamlársdag kl. 17:00

Aftansöngur á gamlársdag, 31. desember, verðru kl. 17:00. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Sungið verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Continue reading

Aftansöngur á aðfangadagadagskvöld kl. 18:00

Hefðbundinn aftansöngur verður á aðfangadagskvöld kl. 18:00. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Jóhann Schram Reed syngur einsöng og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og Kolbrún Brown syngja tvísöng. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Sungið verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Continue reading

Fjölskylduguðsþjónusta 24. desember kl. 14:00

Eins og undanfarin ár verður fjölskylduguðsþjónusta á aðfangadag kl. 14:00 Barnakór kirkjunnar syngur og flytur m.a. söngleik eftir söngstjórann Keith Reed við hina vinsælu sögu Óskir trjánna. Sögumaður er hinn ástsæli leikari Arnar Jónsson. Jólaguðspjallið verður lesið og jólasálmar sungnir. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg leiðir stundina.

Continue reading

Helgistund fyrir skólabörn og fjölskyldur þeirra 18. desember kl. 18:00

Ástjarnarkirkja býður öll skólabörn og fjölskyldur þeirra á jólahelgistund þriðjudaginn 18. desember kl. 18:00. Sungin verða vinsæl jólalög, jólasaga sögð og síðan verður boðið upp á jólahressingu á eftir. Boðið er upp á þessa stund því að sumum skóla- og leikskólastjórnendum finnst erfitt að fara með nemendur í kirkjuheimsóknir vegna...

Continue reading

Jólaball sunnudagaskólans 16. desember kl. 11:00

Árlegt jólaball sunnudagaskólans verður sunnudaginn 16. desember kl. 11:00 Stundin hefst með stuttri helgistund. Síðan verða jólalög sungin um leið og gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinn kemur í heimsókn sem leikur á als oddi og spilar á saxófón. Hann mun einnig luma á einhverju góðgæti í pokanum sínum. Á...

Continue reading

Íhugunar og kyrrðarstund fimmtudaginn 13. des. kl. 20:00

Það er gott að nema staðar í öllum önnum desember og slaka svolítið á. Við bjóðum upp á stund á fimmtudagskvöldið 13. desember kl. 20:00 þar sem skiptst verður á að syngja jólasöngva, hlýða á ritningarlestra, íhuga í þögn og biðja. Kór kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Keiths Reed og...

Continue reading

Aðventuhátíð 9. desember kl. 17:00

Árleg aðventuhátíð Ástjarnarkirkju verður haldin sunnudaginn 9. desember kl. 17:00. Kór Ástjarnarkirkju og kvennakórinn Ljósbrot syngja auk þess sem barnakór kirkjunnar flytur söngleikinn Óskir trjánna. Keith Reed tónlistarstjóri kirkjunnar stjórnar öllum kórunum. Tónlistin í söngleiknum er eftir hann. Prestar kirkjunnar, Kjartan og Arór Bjarki leiða stundina. Kórinn Ljósbrot er kór...

Continue reading