Örkin hans Nóa, 15. september klukkan 17:00

Næstkomandi sunnudag, 15. september 2019 verður messa í Ástjarnarkirkju, klukkan 17:00 síðdegis. Venju samkvæmt býður Ástjarnarkirkja kirkjugestum uppá heitan kvöldverð að messu lokinni. Að þessu sinni verður boðið uppá kubbasteik, á gamla mátann! Í messunni ætlar Sr. Bolli að segja söguna um syndaflóðið, Nóa, örkina og allt það hafarí sem...

Continue reading

Kaín og Abel í Guðsþjónustu, sunnudaginn 8.september klukkan 17:00

Á sunnudaginn klukkan 17:00 segjum við söguna af Kain og Abel uppá gamla mátann! Já, gott fólk, gömlu góðu loðmyndirnar verða dregnar upp. Verið velkomin í nostalgíu, sögur, söng, bænir og heitan kvöldverð á eftir. Plokkfiskur og rúgbrauð í boði! Prestur: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg Organisti: Kári Allansson Kirkjuvörður: Inga Rut...

Continue reading

Skráning í barnakór Ástjarnarkirkju (6-10 ára) komin í gang.

Skráning er hafin í barnakór Ástjarnarkirkju fyrir veturinn 2019-2020. Æfingar verða í Ástjarnarkirkju á miðvikudögum klukkan 14:45 – 15:40. Æfingar hefjast miðvikudaginn 4.september. Stefnt er á að hafa starfið lifandi og skemmtilegt meðal annars með leikjum, söng, óvissuferð og náttfatapartý! Kórstjóri er Helga Loftsdóttir. Skráning fer fram í gegnum tölvupóstfangið: barnakor@astjarnarkirkja.is...

Continue reading

Haustgleði og messuhald í Ástjarnarkirkju 1. september 2019

Sunnudaginn 1. september verður messa í Ástjarnarkirkju, klukkan 17:00 síðdegis.  Við fögnum haustinu, sem verður þá formlega hafið og bjóðum kirkjugestum upp á dýrindis íslenska kjötsúpu að messu lokinni. Nýr prestur verður boðinn velkominn til starfa: Sr. Bolli Pétur Bollason. Í tilefni dagsins mun Sr. Bolli segja söguna um syndafallið...

Continue reading

Sunnudagaskólar að hefjast, breytt form í Ástjarnarkirkju

Næstkomandi sunnudag, 25.ágúst mun sunnudagaskólinn hefja göngu sína í kirkjum landsins. Eins og áður hefur komið fram verða breytingar á messuformi Ástjarnarkirkju í vetur. Í stað hefðbundins messuforms og hefðbundins sunnudagaskóla verða fjölskyldustundir/fjölskylduguðsþjónustur á sunnudögum klukkan 17:00. Verið öll hjartanlega velkomin í Ástjarnarkirkju, alla sunnudaga klukkan 17:00

Continue reading

Fyrsta Guðsþjónusta vetrarins og kvöldmáltíðarsamfélag í Ástjarnarkirkju

Fyrsta Guðsþjónusta vetrarins verður í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 25.ágúst klukkan 17:00. Athugið breyttan tíma! Í vetur mun Ástjarnarkirkja leggja áherslu á barnafjölskyldur og fjölskyldusamverur. Við byrjum daginn klukkan 16:00 með opinni söngæfingu þar sem allir eru velkomnir í kirkjuna að æfa og syngja yfir sálmana/lögin sem verða sungin í messunni. Klukkan 17:00...

Continue reading

Safnaðarstarf- og breytingar í Ástjarnarsókn

Þegar líður að hausti fara kirkjur landsins að huga að safnaðarstarfi vetrarins. Það er óhætt að segja að talsverðra breytinga sé að vænta í safnaðarstarfi Ástjarnarsóknar þennan veturinn, en fyrst ber þó að geta nýs starfsfólks. Nýtt starfsfólk í Ástjarnarkirkju Í febrúarlok þessa árs tók nýr kirkjuvörður til starfa, Inga...

Continue reading

Nýr organisti tekur til starfa í Tjarnaprestakalli

Kári Allansson, organisti hefur verið ráðinn til starfa sem organisti við Tjarnaprestakall. Tjarnaprestakall samanstendur af tveimur sóknum: Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Frá áramótum hefur Kári leyst af í stöðu organista við Kálfatjarnarsókn og býður Ástjarnarkirkja hann hjartanlega velkominn í hóp starfsmanna prestakallsins. Kári hefur góða menntun og mikla reynslu á sviði...

Continue reading

Sr. Bolli Pétur Bollason í afleysingu í Tjarnaprestakalli

Sr. Kjartan Jónsson sóknarprestur í Tjarnaprestakalli, Ástjarnar- og Kálfatjarnarsóknum, verður í námsleyfi frá 1. september nk. til 31. maí 2020. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg prestur í Tjarnaprestakalli mun leysa hann af sem sóknarprestur. Sr. Bolli Pétur Bollason mun leysa Arnór Bjarka af sem prestur þennan tíma.

Continue reading

Helgistund 30 júní kl. 11:00

Sunnudaginn 30. júní verður helgistund kl. 11:00 Keith Reed leiðir tónlistina. Prestur er sr. Kjartan Jónsson Hressing og samfélag á eftir. Hlé verður á helgihaldi í júlí. Það hefst aftur eftir miðjan ágúst. Nánar auglýst síðar.

Continue reading