Þýsk-íslensk æskulýðguðsþjónusta 17. júní kl. 11:00

Þýsk-íslensk guðsþjónusta verður í kirkjunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11:00. Ath. engin messa verður á sunnudeginum 16. júní. Hópur 10 þýskra ungmenna er í vikulangri heimsókn hjá Kjalarnessprófastsdæmi. Jafn stór hópur íslenskra unglinga, flestir úr Ástjarnarsókn, heimsótti þýsku unglingana í kyrru viku í vor. Þessi hópur ungmenna munu leiða...

Continue reading

Tjarnaprestakall – Organisti

Tjarnaprestakall – Organisti Tjarnaprestakall auglýsir eftir organista til starfa við söfnuði prestakallsins, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Starfshlutfall er 100% Ráðning organista er hluti af tilraunarverkefni um kirkjutónlist innan safnaðanna og er ráðningatíminn til 30.júní 2020. Leitað er eftir einstaklingi með Kantorspróf eða sambærilega kirkjutónlistarmenntun og reynslu af kirkjulegu starfi. Einstaklingurinn þarf...

Continue reading

Hjólreiðamessa 23. júní kl. 10:00

Árleg hjólreiðamessa Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði verður haldin sunnudaginn 23. júní. Messan hefst í Ástjarnarkirkju kl. 10:00 Síðan verða hinir ýmsu liðir messunnar haldnir í Hafnarfjarðarkirkju, Víðistaðakirkju, Garðakirkju og endað í Bessastaðakirkju. Einn liður messunnar verður í hverri kirkju. Boðið verður upp á hressingu á leiðinni. Tilvalið er fyrir alla fjölskylduna...

Continue reading

Alþjóðleg guðsþjónusta 9. júní kl. 11/International church service 9th of June at 11:00

Á hvítasunnudag, 9. júní verður boðið upp á alþjóðlega guðsþjónustu kl. 11:00. Nýbúar munu lesa stutta ritningarlestra á sínu móðurmáli og prédikað verður á ensku. Keith Reed tónlistarstjóri leiðir tónlistina og prestur er sr. Kjartan Jónsson. Á eftir verður boðið upp á sýnishorn af mat frá hinum ýmsu löndum. Sams...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 5. maí kl. 11:00

Messa og sunnudagaskóli verða sunnudaginn 5. maí kl. 11:00 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur er sr. Kjartan Jónsson sem mun m.a. fjalla um gleðidagana í prédikun sinni. Hressing og samfélag á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar guðfræðinema. Þetta verður síðasta samvera...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 28. apríl kl. 11:00

Sunnudaginn verður messa kl. 11:00. Þemað í kirkjunni fram að hvítasunnu er gleðin yfir upprisunni og því er þetta tímabil kallað gleðidagar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg annast prestsþjónustuna. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar.

Continue reading

Lestur Passísálma í Kálfatjarnarkirkju á föstudaginn langa kl. 14:00

Ástjarnarkirkja og Kálfatjarnarkirkju mynda prestakallið Tjarnaprestakall sem prestarnir sr. Kjartan Jónsson og sr. Arnór Bjarki Blomsterberg þjóna. Boðið verður upp á lestur 10 Passíusálma í Kálfatjarnarkirkju kl. 14:00 á föstudaginn langa, 19. apríl. Gömlu lagboðar Passíusálmarnir verða leiknir á orgel kirkjunnar á milli lestra.

Continue reading

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 á páskadag og morgunverður á eftir

Á páskadag, sunnudaginn 21. apríl kl. 8:00, bjóðum við upp á hátíðarguðsþjónustu þar sem Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed og sr. Kjartan Jónsson annast prestsþjónustuna. Á eftir verður kirkjugestum boðið í góðan páskamorgunverð. Við hvetjum sóknarbörn til að fjölmenna og gleðjast með okkur. Enginn sunnudagaskóli verður þennan dag....

Continue reading