Árleg aðventuhátíð Ástjarnarkirkju verður haldin sunnudaginn 9. desember kl. 17:00.

Kór Ástjarnarkirkju og kvennakórinn Ljósbrot syngja auk þess sem barnakór kirkjunnar flytur söngleikinn Óskir trjánna.
Keith Reed tónlistarstjóri kirkjunnar stjórnar öllum kórunum. Tónlistin í söngleiknum er eftir hann.
Prestar kirkjunnar, Kjartan og Arór Bjarki leiða stundina.

Kórinn Ljósbrot er kór KFUM og KFUK.

Á eftir verður boðið upp á kakó og piparkökur.