Árlegur æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 6. mars. Guðsþjónustur dagsins eru helgaðar börnum og unglingum.

Sr. Sigurður Már Hannesson æskulýðsprestur sem stjórnar unglingastarfi Ástjarnarkirkju verður ræðumaður dagsins. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg þjónar fyrir altari. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar.