Barnakór í Ástjarnarkirkju veturinn 2020-2021.

Í vetur verður metnaðarfullt barnakórastarf í Ástjarnarkirkju. Um kórstjórn sér Helga Loftsdóttir, tónmenntakennari, sem hefur getið sér gott orð fyrir barnakórastarf, m.a. í Hafnarfjarðarkirkju og í Ástjarnarkirkju á síðastliðnum vetri!

Barnakórinn hefst í september og verður æfingatíminn í vetur á miðvikudögum frá klukkan 14:45 – 15:40. Þau börn sem geta nýtt sér Frístundarútu Hafnarfjarðar eru hvött til að nýta sér þá góðu þjónustu.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á póstfangið: barnakor@astjarnarkirkja.is