Ástjarnarkirkja vill bjóða foreldrum prestakallsins upp á samverustundir þar sem foreldrum gefst tækifæri til að hittast, skeggræða málefni líðandi stundar og leyfa börnunum að njóta sín í leik með öðrum börnum.

Við biðjum áhugasama vinsamlegast um að vera í sambandi við Arnór (Nóa) prest Ástjarnarkirkju, með því að senda tölvupóst á arnor@astjarnarkirkja.is eða með því að hringja í símanúmerið 793-4567.