Í dag, 2. sept fór Ástjarnarkirkjuhlaupið fram. Þátttakendur voru í færri kantinum, en eins og maður segir, þá er það LANG-hlaup að koma á blómlegu og eftirsóknarverðu almenningshlaupi.

Vegalengdin var stutt og fjölskylduvæn. Veðrið lék við okkur. Glæsileg verðlaun, s.s. bíómiðar, í keilu og út að borða, voru dregin út eftir að allir voru komnir í mark.

Gefendum er þakkað kærlega fyrir stuðninginn við hlaupið.

🙂    sjáumst á næsta ári   🙂