Sumarkirkjan 2020 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi

Sumarkirkjan 2020 er samstarfsverkefni Ástjarnarkirkju, Bessastaðakirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Hafnarfjaðarkirkju, Vídalínskirkju og Víðistaðakirkju. Í stað guðsþjónustu í hverri kirkju fyrir sig, ætla ofantaldar kirkjur að bjóða upp á sameiginlegt helgihald alla sunnudaga klukkan 11:00 í Garðakirkju á Garðaholti. Skipta söfnuðirnir með sér sunnudögum og ættu því allir að finna sér...

Continue reading

Hvítasunnudagur í Ástjarnarkirkju og aðal-safnaðarfundur.

Hvítasunnuhátíðarguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 31. maí kl. 11.00. Síra Bolli Pétur Bollason þjónar en þetta verður kveðjuguðsþjónusta hans í Ástjarnarkirkju eftir afleysingaþjónustu í vetur. Blandaður kvartett syngur undir stjórn Kára Allanssonar organista. Kvartettinn skipa Sara Gríms, Rögnvaldur Konráð Helgason, Philip Barkhudarov og Elva Dröfn Stefánsdóttir. Hvítasunnuhátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar...

Continue reading

Fjöldi skólabarna í Ástjarnarkirkju

Það var einu orði sagt jólalegt þegar á fimmta hundrað skólabarna í Ástjarnarsókn mætti í Ástjarnarkirkju dagana 3. 10. og 18. desember. Þau komu glaðleg sem stjörnur í skammdegi með rauðar skotthúfur, íklædd jólapeysum, og með eplakinnar, ásamt kennurum sínum og áttu fræðslustund og samfélag með prestum kirkjunnar, organista og...

Continue reading

Jólball í Ástjarnarkirkju

Nú skal segja. Jólaball verður haldið í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 15. desember kl. 13.00.  Við ætlum að ganga saman í kringum einiberjarunn og syngja t.d. um mömmuna sem við sáum kyssa jólasvein. Lítill fugl hvíslaði því síðan að okkur að jólasveinar grínaktugir hafi fengið bæjarleyfi hjá henni Grýlu og munu því...

Continue reading

Annar sunnudagur í aðventu: Karlakórinn Esja

Aðventumessa verður haldin í Ástjarnarkirkju 8. desember kl. 17.00 sem er annar sunnudagur í aðventu. Tendrað verður ljós á Betlehemskertinu. Karlakórinn Esja mun syngja og leiða söng undir stjórn Kára Allanssonar. Gengið verður að borði Drottins. Prestar kirkjunnar sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna saman við...

Continue reading

Kristniboðsdagurinn í Ástjarnarkirkju, 10. nóvember klukkan 17:00

Messa verður í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 10. nóvember klukkan 17:00. Sérstakur gestur verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sem starfaði um árabil sem kristniboði í Afríku. Kári Allansson organisti Ástjarnarkirkju stýrir safnaðarsöng og Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg leiðir stundina. Inga Rut Hlöðversdóttir kirkjuvörður Ástjarnarkirkju eldar heitan kvöldmat sem öllum messugestum er boðið til...

Continue reading

Ljósamessa: 3.nóvember klukkan 20:00

Ljósamessa til styrktar Ljósinu (Endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda) verður í Ástjarnarkirkju sunnudagskvöldið 3. nóvember klukkan 20.00. Athugið, messan er klukkan 20:00 þennan sunnudaginn en ekki klukkan 17:00 eins og venjulega. Tónlistarflutningur er í höndum hjónanna Hjalta Jónssonar og Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Guðrún Kristín Svavarsdóttir fjallar um reynslu sína af sjúkdómnum og...

Continue reading

Barnakórinn, Davíð og Golíat í messu, 27.október 2019

Sunnudaginn 27. október klukkan 17:00 verður messa í Ástjarnarkirkju. Barnakór Ástjarnarkirkju ætlar að syngja fyrir okkur á milli þess sem við biðjum bæna, heyrum söguna af Davíð og Golíat og hlustum á örhugleiðingu þar sem lagt er út frá Biblíusögu dagsins. Stjórnandi Barnakórs Ástjarnarkirkju er Helga Loftsdóttir. Organisti: Kári Allansson...

Continue reading

Köllun Móse í messu, 13. október 2019

Sunnudaginn kemur 13. október verður fjölskyldumessa í Ástjarnarkirkju kl. 17.00. Þá verður fjallað um Móse úr Gamla testmentinu sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd. En af hverju er hann þarna með horn? Skrýtið, skoðum það á sunnudaginn. Kári Allansson organisti ætlar að stýra okkur í almennum söng. Síðan verður heit...

Continue reading