Dagskrá fermingarfræðslu, veturinn 2020-2021: 

15. september: Við erum eitt og tilheyrum hvort öðru í kirkjunni. Við segjum Biblíusöguna um Jesús þegar hann var 12 ára. 

6. október: Náungakærleikur: Við eigum að reyna hvað við getum að sjá lífið útfyrir okkur sjálf, að setja okkur í spor annarra. Við segjum Biblíusöguna um miskunnsama samverjann. 

20. október: Við segjum Biblíusöguna um góða hirðinn og rifjum upp söguna um miskunnsama samverjann: Samverjinn var útlendingur sem þekkti ekki manninn sem hann bjargaði. Hann setti sjálfan sig í hættu. Stundum kemur fólk okkur mjög á óvart. Þau sem við höldum að munu ekki hjálpa geta verið til staðar fyrir okkur þegar á reynir. Við eigum að vera eins og góði hirðirinn. Gullna reglan: Allt sem þér viljið að annað fólk gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (Matt 7.12).

Umræðupunktar: Ábyrgð hinnar kristnu manneskju. Við ræðum um náungakærleika og ábyrgð okkar gagnvart öðrum manneskjum. Eigum við að hjálpa þeim sem við þekkjum? Hvað með þau sem við þekkjum ekki? Berum við einhverja ábyrgð gagnvart okkar nánasta umhverfi? .

3. nóvember: Árleg söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Gengið er með söfnunarbauka í hús sem lýkur með pizzuveislu í kirkjunni.

17. nóvember: Við segjum Biblíusöguna um týnda soninn: Myndband þar sem við hlustum á frásögn Magdalenu Sigurðardóttur; hvernig hún sökk í fen áfengis og vímuefnaneyslu en náði sér aftur á gott strik með hjálp trúarinnar.

8. desember: Aðventustund fermingarbarna í Ástjarnarkirkju.

 

Hlé verður í fermingarfræðslu frá 8.desember og hefst fermingarfræðslan aftur 19. janúar. 

 

19. janúar: Fordómar. Við segjum Biblíusöguna um Sakkeus og ræðum boðskap sögunnar og hvernig hann birtist í lífi okkar hér og nú.

2. febrúar: Fordómar – framhald: Við segjum Biblíusöguna um hórseku konuna (Sá yðar sem syndlaus er …). Við horfum á myndband: Lokaverkefni Bolla Bjarnasonar úr Kvikmyndaskóla Íslands. Umræðupunktar: Af hverju höfum við fordóma? Getur það verið vegna vanþekkingar og ótta? Eigum við landið okkar alveg ein? Á einhver heiminn? Erum við eitt mannkyn eða mörg? Hvað sagði Jesús um þetta?

16. febrúar: Einelti.  Við segjum Biblíusöguna um Jósef og bræður hans. Umræðupunktar: Hvað er einelti? Hvaða áhrif heldur þú að einelti hafi annars vegar á þolendur eineltis og hins vegar á gerendur eineltis?

9. mars: Vinátta. Við segjum Biblíusöguna um vinina fjóra sem fóru með lamaða manninn að hitta Jesú. Eins munum við rifja upp hvernig á að fletta upp ákveðnum ritningarstöðum í Biblíunni og bregðum á leik.

 

Annað sem verður gert:

  • Fermingarferð í Vatnaskóg.
  • Jólastund með piparkökum og heitu súkkulaði – aðstoð fermingarbarna við aðventustundir leikskólabarna ofl.
  • Bingó
  • Fermingaræfingar
  • Fermingarpróf: Faðirvor, trúarjátning og atburðir páska.

Ef spurningar vakna, vinsamlegast sendið póst presta kirkjunnar:

Kjartan Jónsson: kjartan.jonsson@kirkjan.is

Arnór Bjarki (Nói): arnor@astjarnarkirkja.is