Sunnudaginn 7. okt. verður mikið líf í kirkjunni okkar.

  • Kl. 11.00  verður fjölskylduguðsþjónusta sem Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur leiðir,  Fríða kemur með innlegg úr sunnudagaskólanum og  Helga Þórdís leiðir söng og leikur á píanó.
  • Kl. 20.00 er svo Gospelkvöldvaka kirkjukórsins, þar sem fluttur verður afrakstur gospelnámskeiðs sem kirkjan hefur staðið fyrir.  Stjórnendur námskeiðs eru Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Áslaug Helga Hálfdánardóttir.   Sigurbjörn Þorkelsson flytur  erindi og Heiða Ingvars og Hólmfríður Sigríður (Fríða) sem við þekkjum báðar vel úr kirkjustarfi Ástjarnarkirkju ætla líka að segja nokkur vel valin orð.

Allir eru hjartanlega velkomnir  🙂  Kaffið og“ meððððððví“  ásamt góðu spjalli er á sínum stað eftir stundirnar 🙂