Friðarbæn Franz frá Assisi

Drottinn, lát mig vera farveg friðar þíns.
Að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er.
Fyrirgefningu þangað sem ranglæti er.
Samhug þangað sem sundrung er.
Sannleika þangað sem villa er.

Að ég megi flytja trú þangað sem efi er.
Von þangað sem örvænting er.
Birtu þangað sem myrkur er.
Gleði þangað sem hryggð er.

Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast eftir að hugga en að vera huggaður.
Að skilja fremur en að vera skilinn.
Að elska fremur en að vera elskaður.
Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að finna.
Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu.

Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs.
Amen.

Æðruleysisbænin

Guð, gef mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig.
Viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur.

Amen.