Kæru foreldrar,

19.mars næstkomandi er HELLAFERÐ á dagskrá hjá Kirkjuprökkurum. Nú ætlum við að skoða stóran og mikinn helli, LEIÐARENDA við Bláfjallaveg.
Þar sem áhuginn fyrir ferðinni er gífulegur má búast við 100% mætingu, þess vegna er vel þegið ef einhverjir foreldrar gætu komið með og verið til aðstoðar.

Nauðsynlegur klæðnaður er góðir SKÓR, VETTLINGAR, HJÁLMUR. Og passa sig að vera ekki of fínt klæddur.
Kirkjan á nokkur VASALJÓS en endilega komið með vasaljós ef þið eigið þau. Ef foreldri ætlar að koma með og á snjallsíma þá er hreinasta snilld að sækja vasaljósa-app.
Ferðin mun sennilega taka 2 og hálfan tíma þannig að áætluð heimkoma verður kl. 4

Tímans vegna er nauðsynlegt að allir mæti á réttum tíma…. rútan fer af stað kl 13:30
Gott er að staðfesta komu barns með sms í 695-4687 þá verður ekki farið á undan neinum sem ætlar að koma með.

Vinsamlegast skoðið heimasíðu kirkjunnar daginn áður til að fá staðfestingu á að ferðin verði farin.

Með kveðju, Bryndís 695-4687