Árleg hjólreiðamessa kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin sunnudaginn 20. júní. Þátttakendur hittast við kirkjuna kl. 9:30 og syngja einn sálm. Síðan er hjólað að Hafnarfjarðarkirkju og þaðan að Fríkirkjunni og áfram að Víðistaðakirkju. Alls staðar er sunginn einn sálmur. Hjólatúrinn endar í Garðakirkju þar sem gengið verður til guðsþjónustu kl. 11:00. Þar munu prestarnir Hans Guðberg Alfreðsson og Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík annast prestsþjónustuna og Jóhann Baldvinsson um að leiða tónlistina. Sunnudagaskóli verður á sama tíma í bænum Króki. Kirkjukaffi og gott samfélag á eftir guðsþjónustu verður þar einnig. Félagar í Fornbílaklúbbi Íslands koma og sýna okkur bílana sína. Hvet fólk til að fjölmenna, bæði hjólandi og ekki hjólandi.