Á sunnudaginn klukkan 17:00 segjum við söguna af Kain og Abel uppá gamla mátann! Já, gott fólk, gömlu góðu loðmyndirnar verða dregnar upp. Verið velkomin í nostalgíu, sögur, söng, bænir og heitan kvöldverð á eftir. Plokkfiskur og rúgbrauð í boði!

Prestur: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg

Organisti: Kári Allansson

Kirkjuvörður: Inga Rut Hlöðversdóttir 

Ath: Heitur kvöldmatur að Guðsþjónustu lokinni er kirkjugestum að kostnaðarlausu. Frammi mun liggja karfa þar sem tekið verður við frjálsum framlögum, ef fólk hefur tækifæri til, sem renna í líknarsjóð Ástjarnarkirkju. Líknarsjóður Ástjarnarkirkju er síðan nýttur til mataraðstoðar þar sem þörfin er sárust á meðal sóknarbarna Ástjarnarsóknar.