Ástjarnarkirkja
Ástjarnarsókn er einn af yngstu söfnuðum landsins, stofnaður árið 2001.
Fyrstu árin voru allar aðstæður til kirkjustarfs mjög erfiðar því að hann var húsnæðislaus.

Saga Ástjarnarkirkju

2001
 • 11. OKTÓBER
  Stofnfundur Vallasóknar (vinnuheiti) í Félagsheimili Hauka á Völlum.
 • 5. DESEMBER
  Fyrsti almenni fundur Vallasóknar í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Sóknarnefnd skipti með sér störfum. Jónatan Garðarsson dagskrárgerðarmaður kjörinn formaður.

2002

 • 9. JÚNÍ
  Fyrsta Guðsþjónusta sóknarinnar haldin í félagsheimili Hauka
 • SEPTEMBER – Nafni sóknarinnar breytt í Ástjarnarsókn
 • SEPTEMBER- Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn sameinaðar í Tjarnaprestakall. Séra Carlos Ari Ferrer settur í embætti sóknarprests.

2003

 • MARS
  Nýtt píanó og predíkunarstóll, hannaður af Sigþóri Aðalsteinssyni, helguð og tekin í notkun.

2004

 • MAÍ
  Æskulýðsfulltrúi ráðinn í fullt starf.
 • JÚNÍ
  Kirkjubyggingasjóður stofnaður. Stofnframlag kr. 2,5 milljónir.
 • OKTÓBER
  Kirkjukór Ástjarnarkirkju stofnaður. Stofnfélagar, 7 konur.
 • DESEMBER
  Kirkjugripir hannaðir af Sigurþóri Aðalsteinssyni teknir í notkun á aðfangadag. Gripirnir voru unnir af Trésmiðju Gylfa, Vélsmiðju Jóhanns Ólafs og Vélsmiðju Konráðs Jónssonar.

2005

 • OKTÓBER
  Safnaðarblað Ástjarnarsóknar hefur göngu sína.

2006

 • JANÚAR
  Sóknin fær úthlutaðri lóð undir kirkju að Kirkjuvöllum 1.
 • APRÍL
  Bæjaryfirvöld bjóða sókninni tvær færanlegar kennslustofur sem bráðabirgða húsnæði

2007

 • 2. SEPTEMBER
  Séra Bára Friðriksdóttir sett inn í embætti sóknarprests Tjarnaprestakalls
 • 16. SEPTEMBER
  Nýuppgerður kirkjuskáli Ástjarnarkirkju helgaður og safnaðarstarf flutt í hann úr félagsheimili Hauka

2009

 • MARS
  Samkeppni um merki Ástjarnarkirkju. Tillaga Péturs Baldvinssonar, grafísks hönnuðar ber sigur úr bítum.
2012
Sr. Kjartan Jónsson skipaður sóknarprestur, en hann hafði starfað við kirkjuna frá haustmánuðum 2009.

2014

 • 11.desember

Þrjár af 11 tillögum sem bárust í samkeppni um hönnun safnaðarheimilis fyrir söfnuðinn og umhverfis þess verðlaunaðar.

2015

 • 5.febrúar

Undirritaður samningur um hönnun safnaðarheimlis. Hönnuðir tillögunnar eru Björn Guðbrandsson, arkitekt FAÍ, Hulda Sigmarsdóttir, arkitekt FAÍ, Aðalsteinn Snorrason arkitekt FAÍ og Egill Guðmundsson arkitekt FAÍ

 • 24.ágúst

Jarðvegsframkvæmdir hefjast fyrir safnaðarheimilið.

 • 15.nóvember

Fyrsta skóflustungan tekin við hátíðlega athöfn

2017

Ástjarnarkirkja vígð 8. október af biskupi Ísland, frú Agnes M. Sigurðardóttur.

2018

Arnór Bjarki Blomsterberg vígður til starfa í kirkjunni í ágúst og þar með urðu tveir prestar starfandi við kirkjuna. Arnór Bjarki hafði starfað sem æskulýðssfulltrúi kirkjunnar í tvö ár eða frá ágúst 2016.