Salurinn í Ástjarnarkirkju er mjög hentugur fyrir veislur og er eldhús kirkjunnar vel tækjum búið. Eins er salurinn hentugur fyrir stóra fundi, ráðstefnur og önnur mannamót.

Verðskrá fyrir salinn er eftirfarandi:

  • Fyrstu fjórar klukkustundirnar: 60.000 kr. (lágmarksgjald)
  • Hver klukkustund umfram fjórar klukkustundir: 10.000 kr.

Hægt er að leigja salinn fyrir smærri fundahöld eins og til dæmis húsfundi og er verðið 10.000 kr. klukkustundin og er lágmarksleiga tvær klukkustundir.

Öllum útleigum fylgir starfsmanneskja sem hefur umsjón með eldhúsi og öðrum hlutum er snúa að salnum. Starfsmanneskja kostar 4.000 kr. fyrir hverja klukkustund.

Frágangur og þrif á salnum kostar 7.000 kr. og þarf slíkt að eiga sér stað eftir hvern viðburð.

Til að tryggja salinn þarf leigutaki að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald (óafturkræft) inn á reikning:

  • 0140-26-1243
  • Kt: 421101-3530

Senda þarf kvittun úr heimabanka á póstfangið inga@astjarnarkirkja.is og hafa dagsetningu salarleigu í skýringu (til dæmis: leiga: 17.09.20).

Nánari upplýsingar um salinn og bókanir á salnum veitir Inga Rut Hlöðversdóttir, kirkjuvörður Ástjarnarkirkju í síma: 869-3089 eða í gegnum póstfangið: inga@astjarnarkirkja.is