Æskulýðsfélagið Cheeeezus hittist á mánudagskvöldum í Ástjarnarkirkju klukkan 20:00 – 21:30. Margt er brallað, allt skemmtilegt, ekkert leiðinlegt. Þetta er loforð!

Á meðal þess sem unnið verður að í vetur:

  1. Landsmót ÆSKÞ á Ólafsvík, 25 – 27. október 2019
  2. Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi í febrúar 2020

Verið hjartanlega velkomin í Ástjarnarkirkju á mánudagskvöldum. Þetta er, án djóks, mjög skemmtilegt.

Umsjón með starfinu hafa Sigurður Óskar Óskarsson, æskulýðsfrömuður og Sóley Adda, sem er skemmtilegt nokk, einnig æskulýðsfrömuður!