Ástjarnarkirkja býður uppá ókeypis námskeið fyrir sóknarbörn Ástjarnarsóknar: Jákvæð líkamsímynd.

Farið verður yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa fólki verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og læra að endurforrita hugann með breyttu viðhorfi til líkamans eins og hann lítur út, hér og nú. Í lok tímans verður hægt að skrá sig í einkaviðtöl hjá leiðbeinanda.

Um leiðbeinandann: Erna Kristín er 28 ára móðir, guðfræðingur & talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna gaf út bókina Fullkomlega Ófullkomin árið 2018 en bókin er hvatningarbók fyrir konur & er ætlunin að efla konur á öllum aldri að taka skrefið í átt að jákvæðri líkamsmynd.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á: ernuland@gmail.com

Verið hjartanlega velkomnar!