Krílasálmanámskeið hefst í Ástjarnarkirkju þann 4. Oktober og stendur í 6 vikur.  Það verður á fimmtudögum kl. 12.00-12.45.   Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári (3-12 mán.) og er einu sinni í viku í 45 mínútur í senn í samtals sex vikur.   Kennarar á námskeiðinu eru Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Áslaug Helga Hálfdánardóttir.

Hámark 10 börn geta verið á hverju námskeiði og kostar námskeiðið 4000 kr.   Skráning fer fram á helga@astjarnarkirkja.is