Annar sunnudagur í nóvember ár hvert er kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar.
Í tilefni af því mun Kristján Þór Sverrisson kristniboði prédika í messunni sunnudaginn 12. nóvember kl. 11:00 og segja frá starfi Kristniboðssambandsins.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma eins og venjulega undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.