Föstudagskvöldið 28.nóvember verður lofgjörðarkvöld hjá okkur í kirkjunni kl.20:00. Þessi kvöld byggjast mest upp á kröftugri tónlist sem Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar leiðir ásamt lofgjörðarhópi kirkjunnar og hljómsveit skipur þeim Friðriki Karlssyni á gítar, Þorbergi Ólafssyni á slagverk, Elvari Bragasyni á gítar og Matthíasi V. Baldurssyni á píanó og bassa.
Sérstakur gestur verður rithöfundurinn Sigurbjörn Þorkelsson. Vitnisburður og fyrirbænir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Lofgjörðarhópur Ástjarnarkirkju:
Áslaug Fjóla Magnúsdóttir – söngur
Elvar Bragason – gítar og söngur
Heiða Björk Ingvarsdóttir – söngur
Kolla Brown – söngur
Kristjana Þórey Ólafsdóttir – söngur
Matthías V. Baldursson – píanó og söngur