Frá og með sunnudeginum 14. febrúar hefjast messur á ný í Ástjarnarkirkju.

Í guðsþjónustunni þann dag mun barnakór Ástjarnarkirkju syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Davíð Sigurgeirsson tónlistarstjóri kirkjunnar annast undirleik. Prestsþjónustu annast prestar safnaðarins sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega velkomin.

Grímuskylda og við virðum tveggja metra regluna.