Starf fyrir eldri borgara er í Ástjarnarkirkju á miðvikudögum kl. 13:30 – 15:30. Við bjóðum alla eldri borgara hjartanlega velkomin.
Samverurnar hefjast með spjalli yfir kaffibolla en síðan er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með góðum gestum. Endað er með stuttri helgistund.
Gestadagskrá vetrarins er í stöðugri vinnslu og birtist hún hér eftir því sem bætist í hana.
Dagskrá vetrarins 2020-2021:
- 23. september: Gunnar Sigurjónsson, prestur Digraneskirkju í Kópavogi.
- 30. september: Hilmir Kolbeins, guðfræðingur og lögregluþjónn.
- 7. október: Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
- 14. október: Kaffihittingur
- 21. október: Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
- 28. október: Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup íslensku Þjóðkirkjunnar.
- 4. nóvember: Bragi Ingibergsson, prestur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
- 11. nóvember: Kaffihittingur.
- 18. nóvember: (gestur óákveðinn).
- 25. nóvember: Sr. Bolli Pétur Bollason.