Íslenskukennsla í Ástjarnarkirkju fyrir nýbúa á Íslandi hefur getið sér góðs orðs í samfélaginu síðustu ár. Ástjarnarkirkja stefnir að sjálfsögðu að því að halda áfram að bjóða nýbúum á Íslandi upp á gjaldfrjálsa íslenskukennslu.

Góð fyrirtæki og stofnanir hafa styrkt kirkjuna við að halda úti kennslunni og viljum við hvetja þau fyrirtæki og stofnanir sem vilja hjálpa okkur að halda þessu mikilvæga samfélagsverkefni áfram að slá á þráðinn til presta kirkjunnar eða að senda línu í gegnum tölvupóst.

Sr. Kjartan Jónsson: s. 863-2220. Tölvupóstur: kjartan.jonsson@kirkjan.is

Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg: s. 692-8623. Tölvupóstur: arnor@astjarnarkirkja.is

26. febrúar, 2019 – astjarnarkirkja.is