Þá er komið að því að starfið hefjist hjá okkur eftir sumarfrí og verður fyrsta messa vetrarins haldin í Haukaheimilinu sunnudaginn 23.ágúst kl.11:00. Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega velkomin. Sérstakur gestur verður söngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir og um undirleik sér Matthías Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar. Sr.Kjartan Jónsson leiðir stundina. Allir hjartanlega velkomnir 🙂